GUÐMUNDUR FRANKLÍN TIL VARNAR KÖTTUM

    “Hér kemur ein lítil örsaga um ketti, það hefur svo margt neikvætt verið sagt um þessa kláru málleysingja undanfarið, þannig að ein falleg saga kannski lífgar upp á umræðuna og skammdegið. Ég elska öll dýr og trúi að þetta geti alveg virkað,” segir Guðmundur Franklín athafnamaður og fyrrum frambjóðandi til margra verka:

    “Í japönskum þjóðsögum segir að það sé ein leið sem dugi betur en aðrar til þess að endurheimta týnda ketti. En þar segir að þú eigir að fara út á götu og finna aðra ketti jafnvel villiketti og tala við þá blíðlega og segja þeim sannleikann um hvað þér þyki vænt um köttinn þinn, hvað þú saknir hans mikið, hvernig hann líti út og hvað hann sé kallaður og að þú viljir fá hann tilbaka. Kettirnir tala svo saman og koma skilaboðunum áfram og hjálpa til við að kötturinn þinn komi heim.”

    Auglýsing