Sportdeildin:
—
Guðmundur Guðmundsson handboltaþjálfari, sem stýrir nú liði Bahrain, er mjög vinsæll eftir að honum tókst það ótrúlega, sem fáum hefði tekist, að koma liði sínu á næsta HM sem verður haldið i Þýskalandi og Danmörku en Bahrain hefur boðið honum lífstíðarsamning.
Mörg lið og landslið líta nú hýru auga til Guðmundar bæði í Þýskalandi, Spáni og Króatíu. Vitað er að Króatíska landsliðiðið hefur bæði áhuga á Guðmundi og Degi Sigurðssyni sem nú stýrir Japan en árangur Króata á Evrópumótinu var undir væntingum og þá mun þýska sambandið vera að íhuga að skipta um landsliðsþjálfara og þar er Guðmundur efstur á blaði.