GUÐBJÖRG VILL STRÆTÓ

  Íslensk Ameríska, sem er í eigu auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur, er að flytja alla starfsemi sína á Korputorg og hafa forráðamenn fyrirtækisins sent Strætó bréf en hjá ÍAM starfa um 400 manns og nota þeir margir hverjir strætó.

  Frá næstu biðstöð er tæplega kílómetra leið og 10-15 mínútna gangur að Korputorgi. Þarna er um að ræða opið svæði fyrir öllum vindum og veðri. Óskað er eftir að vagninn sem fer í og úr Mosfellsbæ taki á sig smákrók og bætt verði við biðstöð á mótum Lambhagavegar og Blikastaðavegar.

  Dæmi eru þess að fólk sem hefur sótt um vinnu hjá ÍAM hafi hætt við þar sem strætósamgöngur við Korputorg eru ekki góðar. Því fer fyrirtækið fram á það við Strætó að það komi á móts við ÍSAM og bæti við biðstöð.

   

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…