GRÓÐAPUNGAR Í BÍLASTÆÐUM

  Jóhann og verðskráin.

  “Svona verð fáum við þegar þjónustan er einkavædd. 370 kr á klst fyrir bílastæði undir Höfðatorgi er rán um hábjartan dag og ekki gert fyrir verkamann á lágmarkslaunum að leggja þar til lengri tíma. Borgin sjálf er með töluvert ódýrari þjónustu á sambærilegum bílastæðum,” segir Jóhann Már Sigurbjörnsson sem fylgist vel með verðlagi bæði rafskútum og pylsum hjá Bæjarins bestu.

  Skammtímastæði Stjörnuporti og Vitatorgi:
  150 kr. fyrsta klst.
  100 kr. hver klst. eftir það.

  Skammtímastæði Kolaporti, Ráðhúsi, Traðarkoti og Vesturgötu:
  240 kr. fyrsta klst.
  120 kr. hver klst. eftir það.

  “Hvet alla til að nýta sér bílastæðin á vegum borgarinnar, en ekki gróðapungana undir Höfðatorgi eða Hörpunni niður í bæ.”

  Auglýsing