GRÓÐAMYLLA DOMINOS

    Hvernig er hægt að fá 8,4 milljarða króna fyrir íslenska pizzakeðju, jafnvel þó hún heiti Dominos? Þetta er prísinn sem Birgir Þór Bieltvedt og félagar fengu fyrir Dominos og innifalið í verðinu var starfsemi Dominos á upphafsreit í Noregi og Svíþjóð.
     Skyldi engan furða að Fréttablaðið og Vísir hafi útnefnt Birgi sem viðskiptamann ársins.
    En hvernig verður íslenskt pizzafyrirtæki svona verðmætt? Svarið er í raun einfalt og hefur kannski minna með viðskiptavit Birgis að gera en meira viðskiptafávisku íslenskra pizzaunnenda. Þeir borga (sjálfviljugir) mun meira fyrir pizzuna en fólk í öðrum löndum.
    Stutt könnun á netinu sýnir að Dominos pizzur eru 70% dýrari hér á landi en í Svíþjóð. Og þá er verið að tala um nákvæmlega sömu pizzu frá sama fyrirtæki, Pepperoni veislu. Það er auðvelt að hagnast ef viðskiptavinirnir fást til að borga hálfs dags laun fyrir pizzuna. Snilli Birgis Þórs er að sjálfsögðu að fá fólk til þess. En því verður ekki á móti mælt að Dominos pizzur eru einstaklega góðar að flestra mati.
    Sænska pepperoni veislan kostar 1.900 kr. (149 SEK) og sú íslenska 3.245 kr. eða 70% meira. Verðlag er almennt aðeins lægra í Svíþjóð en á Íslandi, en eins og segir í ljóðinu “fyrr má nú fyrrvera.”
    Auglýsing