GRINDAVÍK.NET TIL SÖLU

    Vegna breyttra aðstæðna hjá ritstjórn og eigendum fréttamiðilsins www.grindavik.net er fréttamiðillinn til sölu. Miðillinn hefur verið starfræktur núna í um tvö og hálft ár og hefur náð til fjölda einstaklinga. Markmið með stofnun miðilsins hefur verið að vera með vettvang fyrir Grindvíkinga til að ræða og vera með umfjöllun sem tengist Grindavík. Miðillinn hefur einnig náð góðri festu á landsvísu.

    Eigendur leita að aðila eða aðilum sem hafa áhuga á að halda þessu starfi áfram. Tekjumöguleikar eru góðir og getur vinna við miðilinn hentað samhliða vinnu eða námi.

    Fyrir frekari upplýsingar hafið samband á netfanginu grindavik@grindavik.net

    Auglýsing