GRINDVÍKINGAR VERÐA REYKVÍKINGAR – TÍMABUNDIÐ

    Borgarstjórinn í Reykjavík býður bæjarstjórann í Grindavík velkominn í Ráðhúsið.

    Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Þetta kemur fram í sameiginlegri bókun borgarráðs sem samþykkt var í dag.

    Fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu verður falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

    Auglýsing