GRENJANDI MINNIHLUTI LAGÐI UMHVERFISRÁÐHERRA

  Steini pípari og félagar úti í guðsgrænni náttúrunni. (drónamynd)

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Grenjandi minnihlutinn náði með ötulli baráttu og aðstoð margra að stoppa öfga og óhæfuverk fyrrverandi umhverfisráðherra varðandi risaþjóðgerð á hálendinu. Þakka ber öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn.

  Hálendið býður upp á gríðarlega möguleika til að njóta þar einnig eru ýmsir möguleikar til fjölbreyttar starfsemi. Ekki þarf að óttast virkjunarmöguleika þar sem þeir eru nánast allir uppnýttir. Enda eru allir sammála um að þar þurfi að fara varlega.

  Eitt af aðalatriðum sem þarf að fara varlega í er að loka hefðuðum göngu, vega og reiðslóðum sem hafa verið notaðir frá landnámi og eru orðnir fornminjar og hluti af menningararfi okkar. Sem allir hljóta að virða.

  Meðal annars þarf að fjölga möguleikum til að tjalda á hálendinu sem er nánast bannað núna og hefur valdið fólki óþægindum og í sumum tilfellum hættu.

  Ég vænti mikils til af Guðlaugi Þór sem umhverfisráðherra, veit að hann kemur til með að standa sig vel í þessu embætti og óska honum velfarnaðar.
  Auglýsing