Sportdeildin:
—
Tveir eru líklegastir til að taka við Breiðholtsliðinu Leikni í Inkasso deildinni í knattspyrnu eftir að Kristófer Sigurgeirssyni var vikið frá störfum. Fyrst ber að nefna Gregg Ryder sem þjálfaði Þrótt til fjölda ára en hætti störfum fyrir tímabilið vegna ágreinigs. Hann hefur áhuga á að þjálfa áfram á Íslandi. Þá ber að nefna Skagajaxlinn Ólaf Þórðarson sem hefur komið víða við í þjálfun.