GRÆNLENSK FEGURÐARDROTTNING Á DANSKA ÞINGIÐ

  Aki-Matilda Høegh-Dam þá og nú.

  Athygli vekur að annar af tveimur Grænlendingum á danska þjóðþinginu eftir kosningarnar í gær er fyrrum fegurðardrottning. Aki-Matilda Høegh-Dam tók þátt í keppninni Ungfrú Danmörku 2015, átján ára að aldri, og lenti í sjötta sæti. Nú er hún orðin dönsk þingkona, aðeins 22 ára.

  Aki-Matilda Høegh-Dam er við nám í Kaupmannahöfn en hefur samhliða starfað í danska þinginu við ýmis störf en nú verður breyting þar á. Aki velti sitjandi þingmanni Grænlendinga, Alega Hammond, úr sæti með persónutöfrum sínum og fylgjandi lýðhylli.

  Aki-Matilda Høegh-Dam greiðir atkvæði í Nuuk á Grænlandi í gær.
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…