GRÆÐGI Á SUÐAUSTURHORNINU

Ingunn í Skaftafelli.

“Skruppum inn í Skaftafelli til að drekka kaffibolla,” segir Ingunn Sigmarsdóttir og springur svo alveg:

“Fengum svo rukkun í heimabanka uppá 850 krónur frá þjóðgarðinum eftirá. Hringdum og spurðum hvað þetta væri. Jú það kostar 850 krónur að leggja bílnum á stæðinu fyrir utan búlluna ef stoppað er lengur en 10 mínútur. Þvílík græðgi og frekja og svívirðilegir viðskiptahættir. Aldrei skal ég fara þangað aftur. Suðausturhornið lyktar af svo mikilli græðgi að mér er um og ó. Hostel í Vík í eldgömlu myglulyktandi húsi með herbergi uppá hanabjálka og wc í hálfgerðum skáp á næstu hæð, örmjó rúm. Dyraop ekki full hæð, þröngur stigi, mjög bágborið. Verðlagt á 15 þúsund á mann. Mig langar ekki þangað í bráð.”

Auglýsing