GOLÍAT Í MIÐFLOKKNUM

    Fjóla og Golíat í sjónvarpsauglýsingunni.

    Í auglýsingahléi landsleiksins gegn Rúmenum um daginn mátti sjá auglýsingu Miðflokksins þar sem ung kona, Fjóla Hrund Björnsdóttir, var í öndvegi ásamt ketti sínum Golíat. Fjóla Hrund skipar efsta sæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en hún vann það af þingrefnum Þorsteini Sæmundssyni.

    Fjóla hefur verið virk í stjórnmálum frá unga aldri og er með próf í stjórnmálafræði. Hún hefur setið á þingi sem varaþingmaður en starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins á þessu kjörtímabili.

    Kötturinn Golíat vakti ekki síður athygli en hann er hreinræktaður Ragdoll köttur og er fimm ára gamall. Hann er innikisi og fær því ekki að fara út. Golíat finnst ekkert mál að fara í bílferðir og fær að fara reglulega í sumarbústað og á Hellu til foreldra Fjólu Hrundar.

    Auglýsing