GOLFIÐ BLÆS ÚT

    Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar við svæði Golfklúbbs Reykjavíkur að Golfskálavegi 2- 10. Sótt var um framkvæmdirnar til byggingarfulltrúans í Reykjavík í gær:

    “Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu á þremur hæðum auk kjallara austan við æfingasvæði Bása, stækkun mun hýsa vélageymslu, verslun, móttöku, æfingasvæði og veitingaaðstöðu. Jafnframt eru gerðar breytingar við núverandi æfingarsvæði með  byggingu lyftuhúss, veggir hækkaðir og þak byggt yfir þriðju hæð, salernisaðstaða við núverandi stiga á þriðju hæð og stiga komið fyrir á suðurhlið húss á lóð nr. 2-10 við Golfskálaveg. Stækkun: 1.898,2 ferm., 7.159,4 rúmm. Erindi fylgir yfirlit breytinga. Gjald kr.12.100. Frestað. Vísað til athugasemda.”

    Auglýsing