Sverrir Kristjánsson opnar myndlistarsýningu 14. janúar kl. 14-16 í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5, 101- Reykjavík. Hann mun sýnar all margar myndir og mun skipta um myndir á veggjunum á hálfsmánaðar fresti. Sverrir er sjálfmenntaður í myndlist sem hann hefur stundað til hliðar við rekstur fasteignasölu í Stykkishólmi, hann hefur teiknað og málað myndir frá því hann man efir sér. Svo setur hann einnig saman vísur:
Á köldum morgni
Er hverjum hollt að horfa
með opnum huga
til allra átta.
Betur sjá augu en auga.
Sýningin steindur til 15. febrúar. Sverrir mun síðan frá 15 – 28. febrúar sýna myndir og málverk úr einkasafni sínu eftir ýmsa þekkta íslenska myndlistamen. Allar myndirnar verða til sölu og allir velkomnir.
Auglýsing