GLEYMDIR SNILLINGAR 1. DES

Einar Arnórsson og Bjarni frá Vogi. Á milli þeirra doktor Bjarni Már.

“Nú nálgumst við fullveldisdaginn. Þá verður blómsveigur lagður að leiði Jóns Sigurðssonar og hann hylltur. Skólabörn skrifa bréf til hans af þessu tilefni. JS dó 1879. Ísland varð fullvalda 1918. Það eru 39 ára á milli þessara atburða,” segir Dr. Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

“Fáir eða enginn mun minnast Bjarna Jónssonar frá Vogi og Einars Arnórssonar. Fullveldi Íslands er þeirra smíðaverk. Fulltrúar Íslands við gerð sambandslaganna. Menn með yfirburðarþekkingu. Án þeirra hefði íslenska ríkið verið öðruvísi.”

Auglýsing