GLERBROTUM DREIFT YFIR GRAFARVOGI – HRYÐJUVERK SEGIR GUÐBRANDUR

    "Hvað um það, í þessum mæli getur þetta ekki flokkast undir strákapör, þetta eru hrein hryðjuverk."

    Varð var við það í morgun að einhverjir eða einhver hefur/hafa gengið berserksgang hér í Víknahverfinu og brotið ótal glerflöskur á gang – og hjólastígum. Ég fór m.a. um svæðið frá Víkurskóla og upp milli Gautavíkur og Ljósavíkur og áfram upp í Spöng,” segir Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson íbúi í Grafarvogi.

    “Á öllu þessu svæði var nær samfelld dreif glerbrota og augljóslega hafa viðkomandi lagt sig fram um að brotin yrðu sem flest. Talsvert glerbrotadreif er framan við leikskólann. Fór líka framhjá Egilshöllinni og yfir bílastæðið stóra sunnan við hana og þarna var talsvert af glerbrotum líka, þótt það væri ekki í sama mæli og á fyrrgreindu svæði. Ekki þarf að tíunda hættuna sem af þessu skapast. Börn eru mörg á ferðinni þarna, bæði að fara milli staða og að leik og börn detta. Það er einföld staðreynd. Svo má auðvitað líka reikna með að nokkuð mörg hjóladekk skerist, en það er víst mörgum meinilla við reiðhjól, kannski er það ástæðan fyrir þessu.

    Hvað um það, í þessum mæli getur þetta ekki flokkast undir strákapör, þetta eru hrein hryðjuverk. Ég var á ferðinni um sjöleytið í morgun, þannig að þetta hefur væntananlega gerst í gærkvöldi og nótt.”
    Auglýsing