GLAMOUR HÆTTIR AÐ KOMA ÚT

  Útgáfa Glamour á íslensku gæti verið í uppnámi eftir að Condé Nast, útgefandi tímaritsins, tilkynnti í New York í gær að prentútgáfu þess yrði hætt. Þess í stað á allt að fara á netið, nema hvað einstaka viðhafnarútgáfur verða prentaðar.

  Hið íslenska Glamour sækir stóran hluta af efni sínu í erlendu útgáfuna, þannig að spurningin er hvaða áhrif þetta hefur á framtíð þess. Ekki er þó sjálfgefið að prentúgáfunni verði líka hætt hér á landi, þar sem Glamour er líklega eina tímaritið hér á landi sem hefur auglýsingar að einhverju ráði.

  365 miðlar gefa Glamour út og er Ingibjörg Pálmadóttir athafnakona, eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns, skráð fyrir 90% hlutafjár fyrirtækisins.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…