Sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn vill að sett verði upp skilti með kaffireglum í strætisvögnum svo ljóst sé hvort drekka megi þar kaffi eða ekki. Tilefnið er reynsla Unu Hildardóttur sem var bannað að drekka kaffi í strætó þó reglan sé sú að það megi úr málum með loki:
“Ég þurfti að henda kaffinu mínu í morgun þegar ég fór í strætó, var ekki einu sinni búin að taka einn sopa. Þarna fóru 500 krónur beint í ræsið,” segir hún og kvartaði við yfirstjórn Strætó sem svaraði um hæl:
“Við vorum fyrir löngu búin að koma þeim skilaboðum til allra vagnstjóra að lokuð kaffimál séu leyfð um borð. Virðist sem einhver hafi ekki meðtekið skilaboðin.”
Þá kom Gísli Marteinn til sögunnar:
“Alveg ljóst að þetta hefur ekki skilað sér. En það er samt mikilvægt að fá það staðfest hér hverjar reglurnar eru, því þá getum við farþegar amk staðið á rétti okkar. Gott væri að setja þessar reglur bara upp inní vögnunum og þá gætum við bent vagnstjórunum á þær.”