GÍSLI MARTEINN HISSA – SILFRIÐ Á SVEFNTÍMA?

    "Ég hélt að allar rannsóknir sýndu að Íslendingar færu seint að sofa." 

    Ríkissjónvarpið hefur umbreytt Silfri (Egils) í kvöldþátt á virkum degi í stað þess að sýna hann fyrir og í hádegi á sunnudögum eins og verið hefur um árabil. Virðist þetta falla í grýttan jarðveg hjá greiðendum afnotagjaldanna sem segjast margir vera farnir að sofa á þessum tíma. Líkt og aðrir voru ekki vaknaðir fyrir hádegi á sunnudegi þegar þátturin var þar.

    Sjónvarpsstjarnan Gísli Marteinn furðar sig á þessu:

    “Áhugavert að heyra að fólk sé farið að sofa fyrir Silfrið. Það byrjar 22:17. Er þetta fólk þá að vakna kl. 06:00 eftir 8 tíma svefn? Eru svona margir í störfum sem byrja kl. 07:00 eða hvað er um að vera? Ég hélt að allar rannsóknir sýndu að Íslendingar færu seint að sofa.” 

    Auglýsing