GERVIGRASI Í GARÐABÆ GRANDAÐ

    Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindarmála kvað upp þann úrskurð í síðustu viku fella úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar að veita framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis við Ásgarðs er varðar framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll. Þá var einnig felld úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Ásgarðs.

    Björgvin Skúli Sigurðsson, íbúi að Túnfit 1 í Garðabæ, hafði kært til Úrskurðarnefndar ákvörðun bæjarstjórnar að gefa út framkvæmdaleyfi við gerð gervigrasvallar á svæði vestan Hraunsholtslækjar og í kjölfarið lýstu 18 íbúar í götum í kring að þeir styddu kæruna. Þá höfðu Hilmar Sigurgíslason og Ásgerður Atla Atladóttir, íbúar að Stekkjarflöt 20 í Garðabæ, kært þá ákvörðun bæjarstjórnar að samþykkja deiliskipulagi  Ásgarðs og deiliskipulagi Bæjargarðs

    Auglýsing