“Ég hef lengi verið ljósmyndari. Hélt C-19 úti #íupphafialdar þar sem ég pósta myndum frá 2000-05 á fyrstu árum stafrænu tækninnar. Verbúðin hefur hins vegar kveikt í mér þörf að skoða filmusafnið frá 1988- 1993 betur. Þar leynist tíðarandinn,” segir ljósmyndarinn Kjartan Þorbjörnsson, Golli, sem myndaði til að mynda Pan stripphópinn fræga sem “skemmti” karlmönnum í stórum hópum vítt og breytt í næturhúmi Reykjavíkur á þeim árum.
“Þarf t.d. að skanna þessar filmur.”