GEIRSNEF VERÐI HUNDATÁ

Gnarr og Klaki á Geirsnefi - bráðum Hundatá.

“Hið svokallaða Geirsnef er einn af fáum stöðum í Reykjavík þar sem hundar mega ganga lausir. Hvet skipulagsyfirvöld til að finna eitthvað smekklegra nafn. Þetta var kallað Geirsnef Geir Hallgrímssyni fyrrum borgarstjóra til háðungar. Bara hallærislegt. Við Klaki köllum þetta svæði Hundatá,” segir Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri en Klaki er hundur hans.

Auglýsing