GEGGJUN Í GRAFARHOLTI

    Anna í Marteinslaug og Egill í Andrésarbrunni í Grafarholti.

    “Það var farið inní bíl í Marteinslauginni í nótt og rótað í öllu. Engu stolið þar sem ekkert verðmætt var þar að finna. Vildi bara koma þessu áfram þar sem ég sá að einhverjir voru líka að flækjast við Andrésarbrunn. Eins gott að læsa því sem hægt er að læsa,” segir Anna Margrét Kaldalóns íbúi í Grafarholti sem ólst upp í samfélagi Votta Jehóva á Íslandi – sjá hér.

    Egill Árni Pálsson söngkennari í Andrésarbrunni er ekki sáttur:

    “Snemma í morgun (5:50) voru 3 einstaklingar á ferð á 2 rafskutlum í Andrésbrunni. Ég veit ekki hvað þeim gekk til en eftir að við vorum nýfarin út fóru þeir inn í andyrið hjá okkur og voru þar í smá stund. Við snérum við og stoppuðum fyrir utan og fylgdumst með þeim. Við það kom einn þeirra út og hringsólaði kringum bílinn okkar og síðan fóru þeir í burtu. Endilega passið upp á að allt sé lokað hjá ykkur og hvort einhversstaðar hafi verið farið inn. Ég er með þá alla í mynd og tilkynnti málið til lögreglu.”

    Auglýsing