GEGGJAÐ Í GARÐABÆ

    Nýjustu fréttir úr Garðabæ herma að fjöldi miðlungs – og eldri sjálfstæðismanna séu fylgjandi þeirri hugmynd að þrýsta á Gunnar Einarsson bæjarstjóra að taka þátt í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík.

    Í augum þeirra margra er Gunnar “…eins og Davíð Oddsson, getur þjappað fólki saman og hrifið mér sér líkt og Davíð gerði hér áður,” eins og gamalgróin sjálfstæðiskona úr Garðahreppi orðaði það.

    Í framhaldinu hefur það spurst út að Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum alþingismaður og Garðbæingur, sé alls ekki fráhverfur því að taka öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og stíga á sviðið kjósi Gunnar að taka sénsinn í höfuðborginni.

    Auglýsing