GEGGJAÐ FLOTT HJÁ GARÐHEIMUM

Garðheimar munu flytja starfsemi sína á næstunni að Álfabakka 6 í Breiðholti. Þar verður einnig vínbúð og veitingastaðurinn Spíran með aðsetur. Spíran verður á jarðhæð og vínbúðin líka.

Um er að ræða 7000 fm stálgrindarhús ásamt útisölusvæði á 20.000 fermetra lóð  sem liggur við rætur Seljahverfisins og niður að Reykjanesbraut.

Á lóðinni verða blágrænar ofanvatnslausnir, grasþak yfir hluta hússins  og vökvunarkerfi sem safnar regnvatni til að vökva plöntur í sölu. Þá  verður veðurstöð sem stýrir hita hússins og Dali ljósakerfi sem stuðlar  að minni orkunotkun svo fátt eitt sé nefnt.

Auglýsing