GAUKUR Á STÖNG – GJØK PÅ STANG

  Gaman saman - Siggi Hall og Guffi á Gauknum.

  Í gær, 19 nóvember,  voru 40 ár síðan Gaukur á Stöng opnaði sem bjórkrá að Tryggvagötu 22 í Reykjavík,” segir Guðvarður Gíslason veitingamaður; Guffi á Gauknum:

  Gaukurinn 1983 þegar framkvæmdir voru að hefjast.

  “Opnunin vakti mikla athygli og markaði síðan tímamót í að halda úti lifandi tónlist. Gaukur á stöng var einnig vinsæll matsölustaður og starfaði á tímabili um 4 til 5 matreiðslumenn á staðnum auk matreiðslunema. Þeir aðilar sem komu að opnun staðarins voru Páll Kr Pálsson, Elías Gunnarsson, Sigurður Sigurðsson, Árni Vilhjálmsson, Sveinn Úlfar Þórðarson, Úlfar Ingi Þórðarson og Guðvarður Guffi Gíslason.”

  Stjörnukokkurinn Siggi Hall man þessa tíma:

  “Gaukur á Stöng var flott krá með miklu stuði. Ég var í Noregi á príma tíma Gauksins þegar Guffi var uppá sitt besta. Kom samt mjög oft við á ferðum til Íslands … og oft með norska alpinsta og skíðakennara. Þeim fannst “Gjøk på Stang” vera æðislegasti staður í heimi…. allt, matur, atmos og vá…! … allar íslensku jenturnar – þær flottustu i Norden. Þeir gátu montað sig endalaust að verið “på Gjøken í Reykjavik”.

  Auglýsing