GASKÚTAÞJÓFUR HRELLIR FORMANN MND-FÉLAGSINS

Guðjón ekki kátur: "Hvaða drullupakk er á ferðinni hér?"

“Tveimur gaskútum stolið hjá okkur í Stuðlaseli,” segir Guðjón Sigurðsson Breiðholtbúi og  formaður MND-félagsins:

“Hvaða drullupakk er á ferðinni hér? Hvernig má það vera að einhverjir komi með gaskúta og “skili” þeim inn fyrir peninga án nokkura sannana um eignarhald?”

Hvað er MND?

Motor Nourone Disease – í sumum löndum kallað ALS eða Amyotropic lateral scolerosis, einnig Lou Gehrig sjúkdómirinn – er banvænn sjúkdómur sem ágerist venjulega hratt og herjar á hreyfitaugar líkamans sem flytja boð til vöðvanna. Af honum leiðir máttleysi og lömun í handleggjum, fótleggjum, munni, hálsi o.s.fv. Að lokum er um algera lömun að ræða. Vitsmunalegur styrkur helst þó óskaddaður í flestum tilvikum. Líftími sjúklinga eftir að þeir fá sjúkdóminn er frá 2 – 5 ár en sumir lifa lengur. Talað er um að 10% geti lifað 10 ár eða lengur. Á Íslandi eru á hverjum tíma 20-30 manns með MND. Á hverju ári greinast u.þ.b. 6 manns með MND og sami fjöldi deyr. Ekki er vitað um orsök sjúkdómsins.

Auglýsing