GANGUR Í GUÐBJÖRGU Í SKEIFUNNI

    Guðbjörg og Skeifan 19 eins og hún mun líta út eftir breytingar.

    Guðbjörg  Matthíasdóttir athafnakona og kvótadrottning í Vestmannaeyjum stendur í miklum framkvæmdum í Skeifunni 19 í Reykjavík þar sem Myllan var til húsa sem Guðrún nú á og Krónan og Elko á leið þar inn. Skeifan 19 og svæðið í kring mun taka miklum breytingum þegar verkefninu lýkur:

    Kerfisbréfið: “510917-0730 SK10 ehf., Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík. Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN060691, þ.e. eingöngu breytingar á innra skipulagi1. hæðar mhl.16 og kjallara mhl.33, þar sem komið er fyrir tveimur verslunum, í austurhluta 1. hæðar mhl.16 er innréttað fyrir matvöruverslun ásamt kjötvinnslurými án eldunar með tveimur starfsmönnum, sushivinnslurými með tveimur starfsmönnum og pizzuvinnslurými með bakstri og tveimur starfsmönnnum, aðstöðu starfsmanna í bakrými, heildarfjöldi starfsmanna yrði 14 manns. Raftækjaverslun er á tveimur hæðum, verslun í vesturhluta 1.hæðar mhl.16, vörumóttökusvæði í suðurhluta 1.hæðar ásamt lagerstjórarými, tölvuherbergi, salerni og ræsting, í kjallara mhl.33 er baksvæði raftækjaverslunarinnar með aðstöðu starfsmanna ásamt rými til kennslu og endurmenntunnar fyrir starfsmenn, heidarfjöldi starfsmanna yrði 16 manns í húsi á lóðnr. 19 við Skeifuna. Vísað til athugasemda.” 

    Auglýsing