“Mér brá í brún er ég sá ásigkomulagið á gömlu vatnsveitunni við Kópavogsbraut 10. Ein hliðin er nánast horfin. Getum við varðveitt söguminjar bæjarins betur? Hér líka mætti setja upp skilti til fróðleiks um söguna fyrir vegfarendur,” segir Fjóla Björk Lynge Hauksdóttir íbúi á Kársnesi.
Haukur Hauksson veit meira um málið:
“Þessi merki vatnsbrunnur var húsið og dæla, og tilheyrði mannvirkið skjalageymslu bankanna á stríðsárunum í húsinu á núverandi Skjólbraut 15, Bankaseli. Á þeim tíma var þar íbúð húsvarðar og vinnuaðstaða starfsfólks við skjalavinnu. Foreldrar mínir keyptu Bankaselið árið 1946 og leyfðu þeim fáu húsum sem voru á svæðinu að tengjast vatnsdælunni. Siðan tók vatnsveita bæjarins við þegar hún var byggð. Foreldrar mínir afhentu Kópavogsbæ vatnsbrunninn með gjafabréfi . Vonandi sér bærinn sér sóma sinn i að laga þessar merku minjar um eina fyrstu vatnsveituna og samkennd Kópavogsbúa.”