GAGNSÆI BARA STUNDUM

    Jón Ólafsson prófessor sem situr í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Vinstri grænna lét nýverið af störfum sem stjórnarmaður í Gagnsæi – samtökum gegn spillingu. Hann var engu að síður einn af þeim stjórnarmönnum sem ákvað að halda leynd yfir lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra en rök þeirra voru þau að þá myndu fleiri sækja um í ljósi nafnleyndar. Einhverjir vilja ekki láta yfirmenn sína vita að þeir eru á höttunum eftir nýju starfi. Sá sem ráðinn var starfaði fyrir borgina og var með meðmæli yfirmanns síns, Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og hefur því vart þurft að fara leynt. Þeir umsækjendur sem helst myndu hafa komið til greina staðfestu vel flestir umsóknir sínar opinberlega.

    Eftir Jóni Ólafssyni prófessor er haft á öðrum vettvangi:

    „Djúp spilling er ástandið þar sem valdamiklir hópar í samfélaginu geta stýrt ferlum og ákvörðunum sér í hag, til dæmis með því að sniðganga reglur og markmið sem miða að jöfnuði, sanngirni og réttlátum aðferðum.“

    Auglýsing