FYRSTI KOSSINN OG FRÍMÍNÚTURNAR

“Árið er 1999. Ég er 11 ára. Mér býðst að bera út MBL eftir skóla, sem kemur til Grundarfjarðar með rútunni í hádeginu. Ég þigg starfið, enda að safna mér fyrir sjónvarpi. Um jólin fæ ég þennan geisladisk að gjöf frá MBL. Ég dýrka samstundis öll lögin,” segir Áslaug Karen Jóhannsdóttir fyrrverandi blaðamaður á Stundinni, nú sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu og bætir við:

“Árið er 2001. Ég er 13 ára. Ég kyssi strák í fyrsta skipti. Við spilum GTA (Grand Theft Auto) alla daga og hlustum á þennan disk þangað til við kunnum alla textana. Þegar hann vill meira en kossa bið ég vinkonu að hætta með honum fyrir mig, sem hún gerir í frímínútum daginn eftir.”

Auglýsing