FYRSTI ÍSLENSKI FÁNINN Á UPPBOÐI

    Sveinn Björnsson.

    Fyrsti íslenski fáninn, áritaður af Sveini Björnssyni (1881-1952), fyrsta forseta íslenska lýðveldisins, er kominn á uppboð hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn. Þetta er annað tveggja eintaka af fánanum sem til er áritað af forsetanum.

    Í uppboðsgögnum segir að fáninn hafi verið gjöf frá Sveini Björnssyni til styrktar hermönnum sem sneru aftur úr Síðari heimsstyrjöldinni. Áætlað uppboðsverð 15.000-20.000 danskar krónur.

    Auglýsing