FYRRUM KAUPÞINGSHJÓN VILJA BREYTA HÓTEL VON Á LAUGAVEGI

  Hjónin Hreiðar Már og Anna Lísa.
  Glæsileg herbergi á Hótel Von.

  Fyrirtækið L55 ehf hefur sótt um leyfi til að breyta kjallara og 1. hæð á Laugavegi 55 þar sem Hótel Von er til húsa. Þau sem sækja um leyfið eru Þórhallur Örn Hinriksson sem er stjórnarformaður fyrirtækisins og Anna Lísa Sigurjónsdóttir skráð í Luxemborg sem á 50% í félaginu. Anna Lísa er eiginkona Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrum forstjóra Kaupþings.

  Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara og 1. hæð, þ.e. rými í kjallara er skipt í tvennt, eignarhaldi veitingarýmis breytt og rekin veitingastaður í flokki II fyrir 30 gesti með 5 starfsmönnum, á 1. hæð verð innréttaður veitingasalur fyrir hótelgesti en rekið sem kaffihús yfir daginn í flokki II, tegund e. fyriri 30 gesti, samnýttst smannaaðstaða í kjallara hótels lóð nr. 55 við Laugaveg. Erindi fylgir yfirlit breytinga. Frestað. Vísað til athugasemda.
  Kaupþingshjónin fyrrverandi eiga fyritækið Gistiver sem á og rekur sjö hótel og gistiheimili víða um land, að fullu leyti eða hluta, meðal annars í Stykkishólmi, Reykjanesbæ, á Búðum og í Reykjavík. Meðal hótela félagsins eru Hótel Egilsen á Stykkishólmi, Hótel Berg í Reykjanesbæ og ION Hotel á Nesjavallasvæðinu. Anna Lísa er eigandi  Happ heilsuveitingastaðarins í Luxembug sem var kjör­inn besti heilsuveitingastaðurinn í Luxemborg á ráðstefn­unni Explorator árið 2011.
  Auglýsing