FYRRUM FORSETAFRAMBJÓÐENDUR FUNDU ÁSTINA Á FILIPSEYJUM

    Bæring Ólafsson, áður kenndur við Kóka Kóla í Asíu, og Magnús Ingi Magnússon, áður Maggi Texas, hittust um daginn í Manila á Filipseyjum þar sem Bæring býr og rekur veitingastað líkt og Magnús á Grandanum í Reykjavík. Báðir reyndu fyrir sér í íslensku forsetakosningunum fyrir tveimur árum en drógu sig í hlé á fyrstu metrunum.

    Og þeir eiga fleira sameiginlegt. Báðir fundu ástina á Filipseyjum og eru alsælir með sínar konur sem báðar ljómuðu þegar öll fjögur snæddu kvöldverð á veitingastað Bærings í Manila. Næst verður það Sjávarbarinn, veitingastaður Magga á Granda í Reykjavík..

    Bæring og Maggi í fínu formi á Filipseyjum.
    Auglýsing