FYRIRGEFÐU FAÐIR

Arna í vanda á N1.

“Í dag týndi ég barninu mínu á N1. Ég heyrði í grátandi barni inn á WC og bankaði nokkrum sinnum en enginn sagði neitt svo ég áætlaði að þetta væri sonur minn sem kann ekki að tala. Opnaði lásinn og neinei – þar sat faðir að kúka með barn sem var alls ekki mitt barn, kræst!” segir Arna Ingimars tveggja barna móðir og sjúkraliðsnemi og bætir við:

“Ég vona að hann sjái þetta svo ég geti sagt fyrirgefðu.”

Auglýsing