FRÚ SARKOZY VEÐUR Í GÓÐA FÓLKIÐ

    Forsetahjónin fyrrverandi.

    Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseti er í vanda vegna ákæru um að hafa reynt að múta dómara og bíður örlaga sinna eftir áfrýjun á heimili sínu og eiginkonu, fyrirsætunnar og söngkonunnar Carla Bruni – sjá hér – sem hellir úr skálum reiði sinnar á Instragram, færsla sem hefur farið eins og eldur í sinu um Frakkland og víðar:

    “Góða fólkið vill ákveða hvað má segja og stjórna því hvernig við hugsum. Geldar, einhliða og barnalegar hugmyndir þeirra um heiminn eru aðför að manngæsku. Ef við látum ekki segjast þá beita þau litla harðstjóranum í sér og reyna að þagga niður í okkur. Almenn kímnigáfa er horfin eins og dögg fyrir sólu í skugga af pólitískum rétttrúnaði þeirra, frelsið er í andköfum dauðans, sköpunarkraftur uppurinn og lýðræðið í hættu. Jafnvel réttarkerfið, sem ætti að stemma stigu við svona einræði, leyfir þessum herskáu hópum að fella dóma utan ramma laganna og án þess að virða grundvallarregluna um að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð. Réttlætið bognar andspænis nafnlausu og andlausu fólki. Jafnvel fjölmiðlarnir, sem eiga að vera skjöldur okkar gegn svona harðstjórn, þegja þunnu hljóði, hræddir um að viðbrögð þeirra verði talin særandi fyrir góða fólkið.”

    Auglýsing