FRIÐRIK FER AUSTUR

Hvalreki á fjörur fjölmiðlunar á Austurlandi.

Einn snarpasti og flinkasti blaðamaður landsins, Friðrik Indriðason, hefur verið ráðinn til afleysinga á Austurgluggann/Austurfréttir með aðsetri á Egilsstöðum. Friðrik er bróðir Arnaldar metsöluhöfundar og hefur verið verkefnalaus um hríð. Ráðning hans er hvalreki á fjörur fjölmiðlunar á Austurlandi:

“Kem aftur í bæinn í október,” segir hann.

Auglýsing