FRIÐJÓN OG FRÚ BREYTA BÍLSKÚR Í VINNUSTOFU

    Hjónin Friðjón og Elizabeth á Reynimel 43.

    Friðjón Friðjónsson almannatengill og frambjóðandi sjálfstæðismann til borgarstjórnar í Reykjavík og eiginkona hans, Elizabeth Bik Yee Lay, hafa sótt leyfi til að breyta bílskúr í vinnustofu við heimili sitt á Reynimel 43:

    “Sótt er um heimild til að endurbyggja mhl.02 og breyta notkun úr bílskúr í vinnustofu með stækkun til suðausturs og hækkun um [x,x m] við hús á lóð nr. 43 við Reynimel. Stærð: 29,5 ferm., 92,8 rúmm. Niðurrif: 23,8 ferm., 57,0 rúmm. Stækkun: 5,7 ferm., 41,2 rúmm. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.”

    Friðjón skipar sjötta sætið á framboðslista sjálfstæðimanna í borginni. Flokkurinn er nú með átta borgarfulltrúa en spáð fimm þannig að Friðjón er í sjóðheitu baráttusæti.

    Auglýsing