FREKIR STRÆTÓBÍLSTJÓRAR

  Margir vagnstjórar Strætó BS virðast ekki kunna reglurnar um hvað má fara í vagnana og hvað ekki. Til dæmis má fara með kaffi í lokuðum ílátum í vagnana en sumir strætóbílstjórar meina farþegum um það.

  Birkir var í strætó um daginn og hann er ekki ánægður:

  “Nenni ekki að vera tuðarinn, en fékk ekki að taka kaffi í lokuðu íláti inn í strætó. Meðalaldurinn í þessum strætó er svona 40-50 ár en samt er komið fram við okkur sem börn. Chai latte á stéttinni fyrir utan Borgarleikhúsið ef einhverjum langar í.”

  Og Birkir er ekki einn um þetta:

  Vilhelm: “Hefur tvisvar gerst við mig, alltaf rekinn út. Meira að segja þegar ég segist hafa hringt og fengið þétt staðfest að þetta megi.”

  Birkir: Nokkuð viss um að einn eldri maður með bjór í hönd hafi farið inn á undan mér. Bílstjórinn velur bara hvenær hann flexar valdinu.”

  Guðný : “Þetta er svo mikið happa glappa eftir því á hvaða bílstjóra maður lendir. Ég labbaði inn í strætó með tómt ílát undan bragðaref. Bílstjórinn var svona 1 sekúndu að senda mig öfuga út áður en ég náði að benda honum á að ílátið væri tómt og að það væri ekki ruslatunna við skýlið.”

  Sjá tengda frétt hér.

  Auglýsing