FRÆKINN FÍKNIEFNAHUNDUR ALLUR

  Frá fréttaritara í Breiðholti:

  Hann var seigur að finna fíkniefni, hann Mikki. Þegar að hann var hættur að þefa fyrir lögregluna fékk hann annan eigenda, gamalreyndan strætóbílstjóra, og með þeim tókust mikil og  góð kynni.

  Mikki var öðru hverju að finna fíkniefni í Breiðholti enda var hann naskur á lyktina og það þýddi ekki fyrir fíkniefnasala í Breiðholti að fela fíkniefnin í rjóðrum í hverfinu. Mikki fann þau alltaf og stundum fékk hann verðlaun frá löggunni fyrir.

  Nú er hann allur, leit hans er hætt og eigandinn minnist hans á Netinu með söknuði:

  “Í dag steig ég þyngstu spor sem ég hef stigið er ég þurfti að kveðja minn besta vin og sálufélaga, hann Mikka. Þessi höfðingi var á 14. árinu og var orðinn mjög slæmur af gigt. Ég veit að þetta verður erfitt en ég hugga mig við að ég veit að nú líður honum betur. Vertu sæll elsku kallinn minn, ég bið að heilsa öllum þar til við hittumst á ný.”

  Auglýsing