
“Mig langar að segja það upphátt í fyrsta sinn að ég er bara alls ekki viss um að mig langi til að eignast börn,” segir Ninna Pálmadóttir leikstjóri hefur meðal annars fengið verðlaun fyrir stuttmyndina Paperboy og leikstýrt fjölda myndbanda (sjá eitt þeirra hér að neðan).
“Ekki búin að afskrifa það en afar frelsandi tilfinning að finna að ef ég kýs að gera það ekki þá er það bara alveg jafn falleg og fulfilling framtíð. Ástæðan er að það er ótrúlegt hvað það er innbyggt í mann að það sé frávik normsins að fara barnslausa leið í lífinu. Mjög frelsandi að taka þessa pressu af sér Hér eru hins vegar áform sem ég er meira 100% meira viss um: eiga hund og eða kött, kaupa mér heilsárshús út á landi, gera bíómyndir, búa á alls konar stöðum í útlöndum, læra pilates kennarann, skrifa smásögu og ljóðabók, kenna kvikmyndagerð, læra dans, vera frábær frænka.”