FORSÍÐUSTÚLKAN VITALIA

    Vitalia þá og nú.

    Baráttukonan Vitalia Lazareva sem prýtt hefur forsíður íslenskra fjölmiðla það sem af er ári er engin nýgræðingur þegar kemur að forsíðum. Hún prýddi forsíðu unglingablaðsins Júlía en blaðið var feykivinsælt á meðan það kom út hjá Birtingi, fyrst í september 2009, í ritstjórn Halldóru Önnu Hagalín.

    Um þetta segir Vitalia sjálf:

    “Hún móðir mín var í 2 klukkutíma í bílskúrnum að róta í kössum í leit að Birkenstock skónum sínum fyrir komandi utanlandsferð. Þetta er það sem konan fann. Hvar eru skórnir spyr ég nú bara.”

    Auglýsing