Forsetahjónin voru stórglæsileg á Edduhátíðinni um helgina og gáfu stórstjörnum íslenska kvikmyndaheimsins ekkert eftir.
Á mynd sem tekin var á Eddunni sést að Guðni Th. Jóhanneson er ekki jafn snöggklipptur og hann hefur verið frá fyrsta degi í embætti og reyndar lengur. Eins og hann sé að safna hári líkt og knattspyrnuhetjan Wayne Rooney gerði hér um árið með góðum árangri.