FORSETINN FÆR LJÓÐ Í SÓTTKVÍ

Forsetinn og Golli.

Forseti Íslands er sem kunnugt er í covidsóttkví í gamla vínkjallaranum á Bessastöðum og unir þar hag sínum sæmilega. Stjörnuljósmyndarinn Golli hjá MD miðlum sendi honum frumort ljóð í kjallarann:

Í Bessastaðakjallaranum kúrir
kunnuglegur maður enn um sinn.
Hann dundar mikið, bækur les og lúrir
lengi fram á daginn, forsetinn.
Auglýsing