FORRÉTTABARINN MEÐ POP UP Í BERUNESI

    Róbert kokkur í Berunesi.

    Kokkarnir á Forréttabarnum á Nýlendugötu í Reykjavík, einum vinsælasta, besta og órýrasta veitingastað í Reykjavík, verða með pop-up í Berunesi við Berufjörð í júlí og ágúst. Berunes er næsti bær við Djúpavog þar sem ekið er yfir Öxi upp á Fljótsdalshérað en Róbert Ólafsson eigandi Forréttabarsins er einmitt frá Berunesi þar sem foreldrar hans hafa rekið myndarlega ferðaþjónustu í bráðum hálfa öld. Það var í eldhúsinu í Berunesi sem Róbert tók sín fyrstu skref í eldamennskunni sem vafði síðan upp á sig svo um munaði.

    Auglýsing