FORÐUÐU STÓRTJÓNI MEÐ FÓTUNUM Í GRAFARVOGI

    Guðbrandur og sinueldur.

    “Ég get ekki annað en hrósað tveimur ungum piltum sem áttu leið gangandi hér upp Hamravíkina í gærkvöldi seint,” segir Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson íbúi í Grafarvogi.

    “Þegar þeir komu hér upp undir strætóleiðina yfir í Vættaborgir var að byrja að kvikna í sinuflókanum sem er á óbyggða svæðinu milli hverfanna og þeir brugðust hart við og slökktu eldinn með því að trampa hann niður með fótunum. Þeim tókst það vel því eldurinn var ekki orðinn mikill. Þeir voru greinilega með fulla meðvitund þessir piltar og komu þarna í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Megi þeir eiga þökk okkar sem hér búum fyrir.”

    Auglýsing