FÖÐURSYSTUR ANDREU ROKKÖMMU ÞÆR ELSTU Á LANDINU

  Andrea og föðursystur hennar á Siglufirði.

  Margrét Franklínsdóttir fagnaði 100 ára afmæli í gær á sjúkrahúsinu á Siglufirði þar sem hún býr en þar er einnig Nanna systir hennar sem varð 105 ára síðastliðið vor. Þær eru því elstu systur á Íslandi og kannski þó víðar væri leitað.

  Bróðurdóttir Margrétar og Nönnu er rokkgoðsögnin Andrea Jónsdóttir, kölluð Rokkamma Íslands, sem er 72 ára og þeytir enn skífum í glymjandi gleði á veitingahúsinu Dillon við Laugaveg svo undir tekur.

  Faðir Andreu, Jón Franklínsson, er bróðir systrana á Siglufirði og annar bróðir þeirra, Benedikt Franklínsson, er afi Svandísar Svavarsdóttur ráðherra Vinstri grænna.

  Sjá tengda frétt.

  Auglýsing