Nefnd sem skipuð var til að kanna heppilegustu staðsetningu flugvallar í nágrenni Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraunið hentaði best enda væri ekki von á eldgosi þar í námunda næstu 300 árin. Nú skelfur allt og titrar í Hvassahauni vegna jarðumbrota þar í kring.
Formaður nefndarinnar var Ragna Árnadóttir fyrrum dómsmálaráðherra og nú skristofustjóri Alþingis, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, Dagur B. Eggertsson borgrstjóri og Matthías Sveinbjörnsson frá Icelandair. Á blaðsíðu 54 í skýrslu þeirra segir:
—
Þegar niðurstöður frummats lágu fyrir ákvað stýrihópur sem fyrr segir að óska eftir mati á náttúruvá á flugvallarstæðum á Hólmsheiði og í Hvassahrauni. Í skýrslu ÍSOR er leitast við að svara eftirfarandi meginspurningum um flugvallarstæði á þessum tveimur stöðum:
a. Hvenær væru líkur á eldgosi sem gæti haft áhrif á flugvelli?
b. Hvert kemur hraun til með að renna og yrðu flugvallarstæðin þá í hættu?
c. Eru sprungur og/eða misgengi á flugvallarstæðunum sem eru líklegar til að valda vandræðum?
Í skýrslu ÍSOR kemur fram að hraun sem myndu ógna flugvallarstæði í Hvassahraunslandi myndu koma upp í Krýsuvíkurkerfi nú. Miklar líkur eru á að aldir líði áður en Krýsuvíkurkerfið rumskar næst. Búast má við að næsta gosskeið á Reykjanesskaga hefjist í Brennisteinsfjöllum. Það gæti orðið eftir um eina öld. Hraun þaðan er ekki líklegt til að ógna flugvallarstæðinu í Hvassahrauni. Mjög litlar líkur eru á að sprungur og misgengi verði til vandræða á flugvallarstæðinu næstu aldir. Miðað við tímabil gosskeiða í þeim er langt í það næsta, jafnvel yfir 300 ár.