“Er eðlilegt að einkaaðilar (björgunarsveitir), mest megnis í sjálfboðavinnu (sem er virðingarvert), sinni einu af grundvallarhlutverkum ríkisvaldsins — að verja borgarana fyrir hættu og bjarga þeim úr hættu?” segir Dr. Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
“Til að standa straum af kostnaði — sem væri rökrétt að væri greiddur af ríkinu — flytja þessir aðilar inn og selja vöru sem hefur mikla mengun í för með sér, veldur tjóni á munum og skaðar fólk (í sumum tilfellum varanlega). Oft er látið eins og það sé hálfgerð skylda að versla umrædda vöru af björgunarsveitunum svo þær geti sinnt hlutverki ríkisvaldsins. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Þetta er sambærilegt við spilakassarekstur SÁÁ.”