FLUGELDASALA EINS OG SPILAKASSAR SÁÁ

    “Er eðli­legt að einka­að­il­ar (björgunarsveitir), mest megnis í sjálf­boða­vinnu (sem er virð­ing­ar­vert), sinni einu af grund­vall­ar­hlut­verkum rík­is­valds­ins — að verja borg­ar­ana fyrir hættu og bjarga þeim úr hættu?” segir Dr. Bjarni Már Magnússon prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

    “Til að standa straum af kostn­aði  — sem væri rök­rétt að væri greiddur af rík­inu — flytja þessir aðilar inn og selja vöru sem hefur mikla mengun í för með sér, veldur tjóni á munum og skaðar fólk (í sumum til­fellum var­an­lega). Oft er látið eins og það sé hálf­gerð skylda að versla umrædda vöru af björg­un­ar­sveit­unum svo þær geti sinnt hlut­verki rík­is­valds­ins. Er ekki eitt­hvað bogið við þetta? Þetta er sambærilegt við spilakassarekstur SÁÁ.”

    Auglýsing