FLUGELDAR AFTURELDINGAR HRELLA DÝR

Söndru Ósk er annt um dýrin.

“Afturelding að skjóta upp flugeldum því þau unnu fótboltaleik. Ekki bara ólöglegt heldur gríðarlega mikil vanvirðing við dýrin í umhverfinu sem geta lent í slysum vegna hræðslu. Það er ekki tuð þegar bókstafleg líf eru í húfi,” segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir sálfræðinemi í HÍ og sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu.

“Tveir hundar sem fældust vegna flugelda bara á Selfossi um áramótin. Einn fannst dáinn en hinn hefur ekki enn fundist. Þetta er svo gríðarlega mikil vanvirðing og hugsunarleysi. Ekki skjóta flugeldum. Virðum dýrin og umhverfið. Núna eru tveir hestar, sem voru bundnir saman, horfnir í Mosfellsdalnum út í niðamyrkrið því þeir fældust vegna flugeldanna. Og hundur týndur í Mosfellsbænum sem hefur mögulega fælst enn frekar við flugeldanna. Frábært. Takk Afturelding”.

Afturelding komst í efstu deild kvenna og var að fagna því.

Sjá tengda frétt.

Auglýsing